Erlent

Mótmæla nýjum framsalslögum

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælandi með mómtæleaski
Mótmælandi með mómtæleaski Vísir/EPA
Þúsundir íbúa sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong fylltu í dag götur borgarinnar til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gera kínverskum stjórnvöldum kleift að fá sakamenn framselda frá Hong Kong til meginlands Kína. BBC greinir frá.

Íbúar Hong Kong óttast að kínverska ríkisstjórnin sé með þessu að reyna að auka völd sín yfir málefnum eyjunnar. Ríkisstjórnin segir ástæðu lagabreytingarinnar vera þá að nauðsynlegt sé að framselja mann, grunaðan um morð, til meginlandsins.

Lögreglu og skipuleggjendum mótmælanna greinir þó nokkuð á um fjölda þeirra sem tóku þátt í dag. Lögregla segir mótmælendur hafa verið um 22.000 en skipuleggjendur segja fjöldann hafa verið mikið mun meiri eða 130.000 manns.

Mótmælendur gengu um stræti og mótmæltu bæði lögunum og svo leiðtoga Hong Kong, Carrie Lam sem er hliðholl stjórninni í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×