Enginn getur tekið sér lögregluvald Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. apríl 2019 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55