Innlent

Ofurölvi á Reykjavíkurflugvelli og gisti hjá lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um ofurölvi einstakling á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega átta í morgun. Þegar málið var kannað nánar kom í ljós að einstaklingurinn hafði misst af flugi sem hann átti. Hann sefur nú úr sér vímuna hjá lögreglu þar sem hann hafði ekki aðra gistingu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá stöðvaði lögregla tvo ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun en þeir reyndust báðir aka undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var auk þess með fíkniefni á sér og með útrunnin ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×