Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 17:40 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30