Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 15:22 Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Arnþrúður Karlsdóttir, greiði stefndu, Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“ Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03 Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. 16. maí 2018 13:03
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15