Innlent

Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð

Jakob Bjarnar skrifar
Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna.
Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að endurgreiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sú er niðurstaða Landsréttar í dómi sem féll í dag.

Dómurinn er þannig staðfesting á dómi sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí í fyrra. Í dómsorði segir einfaldlega: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi,  Arnþrúður  Karlsdóttir,  greiði  stefndu,  Guðfinnu  Aðalheiði  Karlsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.“

Arnþrúður áfrýjaði málinu sem er hið sérkennilegasta; Guðfinna segir að hún hafi lánað Arnþrúði féð meðan Arnþrúður hefur haldið því fram að um styrk til Útvarps Sögu væri að ræða. En, það þykir skipta máli að féð rataði inn á persónulegan reikning Arnþrúðar.

Um er að ræða fjórar greiðslur frá Guðfinnu; tvær milljónir, þá tvær 500 þúsund króna greiðslur og svo ein sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum.

Einlægur aðdáandi og vinkona Arnþrúðar

Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og ræddi þá við tengdadóttur Guðfinnu, Thelmu Christel Kristjánsdóttur sem sagði tengdamóður sína andlega veika og að hún hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild. Hún sótti tíma hjá kírópraktor sem var með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga.

„Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma sagði tengdamóður sína einlægan aðdáanda Útvarps Sögu, hún hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt Útvarp Sögu um 150 þúsund krónur, þá inn á sérstakan styrktarreikning.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.