Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 15:05 Lögreglan mætti í ráðuneytið og fóru mótmælendur þá út þar sem lögreglan hótaði því að annars yrðu mótmælendur handteknir. vísir/vilhelm Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00