Erlent

Myndir: Eitt helsta kenni­leiti Parísar brennur

Atli Ísleifsson skrifar
Ljóst má vera að eyðileggingin er gríðarleg.
Ljóst má vera að eyðileggingin er gríðarleg. EPA
Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í frönsku höfuðborginni París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. Eldurinn kom upp skömmu eftir að henni var lokað fyrir almenningi, nokkru fyrir klukkan 19 að staðartíma.

Framkvæmdir við byggingu kirkjunnar hófust á tólftu öld og lauk ekki fyrr en á þeirri fjórtándu. Ljóst má vera að ómetanleg verðmæti hafa orðið eldinum að bráð, þó að tekist hafi að bjarga listaverkasafni kirkjunnar.

Kirkjuspíran, sem reist var á árunum 1220 til 1230, hrundi fyrr í kvöld, þakið féll saman og hefur Reuters greint frá því að eldurinn hafi breiðst út til annars kirkjuturnsins.

Að neðan má sjá nokkrar myndir af brunanum.

Getty
Getty
Getty
Getty
Getty
Getty
Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×