Fullkomin frammistaða markvarðar Empoli: Varði 17 skot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 11:30 Dragowski átti leik upp á tíu gegn Atalanta. vísir/getty Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira