Fótbolti

Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dembele í leik með Barcelona.
Dembele í leik með Barcelona. vísir/getty
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, neitar því að brasilíski snillingurinn Neymar sé aftur á leiðinni til Barcelona og segir Ousmane Dembele betri en Brassann.

Neymar fór frá Barcelona sumarið 2017 en hann gekk í raðir PSG fyrir 200 milljónir punda. Börsungar nýttu sér hluta af peningum í það að kaupa Dembele frá Dortmund í sama mánuðinum.

Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarna mánuði að Neymar vilji komast burt frá Frakklandi og hefur hann mikið verið orðaður við Börsunga. Forsetinn þar segir að það muni ekki gerast.

„Það er ekki möguleiki fyrir Brassann að koma því við erum með annað verkefni í gangi með Dembele og Coutinho. Við erum ánægðir með þá. Dembele er á hærra stigi en Neymar og hann er góður atvinnumaður,“ sagði Bartomeu við RTVE.

„Hann er ungur og gekk í raðir stórs félags. Það er ekki auðvelt en hefur nú þegar aðlagast. Hann er mun betri leikmaður en Neymar. Coutinho er líka frábær leikmaður og hefur sjálfstraust þjálfarans.“

„Við erum ánægðir og hann er með samning. Hann mun vera áfram hjá félaginu og mun halda áfram að spila þangað til þeir borga það sem þarf að borga,“ sagði forsetinn að lokum um Coutinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×