Fótbolti

Sjáðu þrumufleyg Olivers í Svíþjóð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miðvörðurinn lét bara vaða þaðan.
Miðvörðurinn lét bara vaða þaðan. mynd/skjáskot
Skagamaðurinn ungi, Oliver Stefánsson, skoraði frábært mark fyrir U21 árs lið IFK Norrköping í gær en hann þrumaði boltanum af 35 metra færi í netið, óverjandi fyrir markvörð Syrianska sem þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu í leiknum.

Oliver er tiltölulega nýmættur til Norrköping frá ÍA en hann fór þangað ásamt öðrum Skagamanni, Ísaki Bergmann Jóhannssyni, en þessir ungu og efnilegu menn eru fastamenn í U17 ára landsliði Íslands sem mun spila í lokakeppni EM í sumar.

Oliver er miðvörður og því kemur markið kannski aðeins á óvart en faðir hans, Stefán Þórðarson, sem er goðsögn í lifanda lífi hjá Norrköping, var kannski þekktari fyrir svona þrumufleyga en sonurinn.

Markið magnaða má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×