Liverpool aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það þurfti þolinmæði til þess að leggja lið Cardiff í dag
Það þurfti þolinmæði til þess að leggja lið Cardiff í dag vísir/getty
Liverpool fór aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með tveggja marka sigri á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff.Staðan var markalaus í hálfleik en Liverpool var þó með mikla yfirburði í leiknum eins og við mátti búast.Í seinni hálfleik báru sóknir gestanna loks árangur þegar Georginio Wijnaldum skilaði fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold í netið af krafti.Sean Morrison var nálægt því að jafna fyrir heimamenn en skalli hans úr dauðafæri fór framhjá markinu. Morrison gaf svo vítaspyrnu eftir átök við Mohamed Salah. James Milner fór á punktinn og skoraði af öryggi.Liverpool vann leikinn 2-0 og situr því á ný á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Manchestetr City. City á þó leik til góða.Cardiff er áfram í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Viðtal við Jurgen Klopp


Viðtal við Neil Warnock


Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.