Innlent

Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi.
Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi.

Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum.

Fresta þurfti tíu aðgerðum á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut fyrstu þrjá mánuði ársins vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Árni Már Haraldsson deildarstjóri gjörgæslunnar segir ástandið grafalvarlegt en það hafi bæði áhrif á sjúklinga og starfsfólk deildarinnar.

„Þetta er náttúrulega mikið álag á sjúklinginn og óþarfa álag að þurfa að fresta aðgerðum hér. Fólk er búið að búa sig undir bæði andlega og líkamlega aðgerðirnar og svo er það  reiðarslag fyrir sjúklinginn þegar hann fær að vita að hann þarf að bíða,“ segir Árni Már. 

Hann segir alltof algengt að fresta þurfi aðgerðum vegna undirmönnunar þá hafi ástandið mikil áhrif á starfsfólk.

Það er búið að vera mjög mikið að gera á og í 3-4 vikur og þá er maður að keyra á sama fólkinu með aukavaktir og þess háttar. Í svona ástandi er líka hætta á kulnun hjá hjúkrunarfræðingunum,“ segir Árni.

Það eru rúm fyrir níu sjúklinga á sólahring á deildinni en vegna undirmönnunar eru aðeins sjö þeirra í notkun. En þrátt fyrir það vantar hjúkrunarfræðinga í fimm stöðugildi.

„Eins og er vantar mig fimm stöðugildi til að manna það sem ég er með núna sem eru sjö pláss,“ segir Árni.

Ef fylla ætti öll plássin á deildinni þyrfti að ráða í mun fleiri stöðugildi.

Það þyrfti tíu til tólf hjúkrunarfræðinga í stöðugildi í viðbót  til þess að geta mannað fyrir svona margar stöður,“ segir Árni að lokum.


Tengdar fréttir

Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri

Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.