Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og hópurinn er að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun skaðaminnkunarverkefnið Fröken Ragnheiður fara að stað á Suðurnesjum, þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.

Við fjöllum nánar um málið á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við formann hjúkrunarráðs Landspítalans um skort á hjúkrunarfræðingum en hún segir ástandið aldrei hafa verið alvarlegra. Um þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar eru í öðrum störfum. Þá fylgjumst við með loftslagsmótmælum sem fóru fram í níunda sinn á Austurvelli í dag og ólöglegu páskabingói Vantrúar sem mögulega var haldið í síðasta sinn. Auk þess verðum við í beinni útsendingu frá rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður og fylgjumst með hátíðarathöfnum í tilefni Föstudagsins langa víða um heim.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×