Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og hópurinn er að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun skaðaminnkunarverkefnið Fröken Ragnheiður fara að stað á Suðurnesjum, þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.

Við fjöllum nánar um málið á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við formann hjúkrunarráðs Landspítalans um skort á hjúkrunarfræðingum en hún segir ástandið aldrei hafa verið alvarlegra. Um þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar eru í öðrum störfum. Þá fylgjumst við með loftslagsmótmælum sem fóru fram í níunda sinn á Austurvelli í dag og ólöglegu páskabingói Vantrúar sem mögulega var haldið í síðasta sinn. Auk þess verðum við í beinni útsendingu frá rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður og fylgjumst með hátíðarathöfnum í tilefni Föstudagsins langa víða um heim.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.