Innlent

Andlát: Sigrún Pálína Ingvarsdóttir

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Sigrú Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi.
Sigrú Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir þroskaþjálfi og brautryðjandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, er látin, 63 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku 2. apríl eftir erfið veikindi.

Pála eins og hún var alltaf kölluð fæddist í Reykjavík þann 8. nóvember árið 1955. Foreldrar hennar voru þau Ingvar Alfreð Georgsson  og Elísabet Óskarsdóttir.

Pála lauk námi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1977 og starfaði við sitt fag fram til 1996 er hún flutti búferlum til Danmerkur þar sem hún starfaði lengst af sem þroska- og markþjálfi og meðferðarráðgjafi.

Fyrri eiginmaður Pálu var Sigurður Blöndal, en hann lést þann 1. mars sl., og þau eignuðust börnin Elísabetu Ósk, f. 19. júní 1976, hennar börn eru Aron Pétur og Viktor; Bjarka Blöndal, f. 11. janúar 1981, börn hans eru Tómas Valur, Elísabet Pála og Sigurbjörn; og Sólveigu Hrönn, f. 1. mars 1985, börn hennar eru Pálína Dís og Ísak Örn.

Síðari maður Pálu er Alfred-Wolfgang Gunnarsson gullsmíðameistari og steinasetjari en þau giftu sig 2008 og lifir hann konu sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.