Erlent

Meðalhiti í Kanada hefur hækkað um 1,7°C síðan mælingar hófust

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Bráðnandi ísþekjur. Mynd ótengd frétt.
Bráðnandi ísþekjur. Mynd ótengd frétt. Vísir/Getty
Meðalhiti í Kanada hækkar að meðaltali tvisvar sinnum hraðar en öll önnur lönd. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin hefur verið út af kanadíska alríkinu. Þar kemur einnig fram að nú þegar sé hægt að sjá þær breytingar sem þessi hækkun hitastigs hefur í för með sér og gert er ráð fyrir að þær munu aðeins verða meiri og ýktari með tímanum.

Fram kemur í skýrslunni að ekki verði hægt að snúa þessari þróun við og taka breytingarnar til baka, enda hafi meðalhitastigið í Kanada hækkað um 1,7°C síðan mælingar hófust þar í landi árið 1948.

Mestu hitabreytingarnar hafa orðið á norðurhluta Kanada en þar hefur hitastigið hækkað um 2,3°C síðan mælingar hófust.

Fram  kemur í skýrslunni að þessar hækkanir hitastigs séu að miklu leyti vegna manngerðra áhrifa, en skýrslan kom út sama dag og kanadísk yfirvöld settu á kolefnis skatta í fjórum af tíu fylkjum Kanada vegna þess að þessi fylki höfðu ekki sjálf gert áætlanir um minnkun kolefnisfótspors síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×