Framlag stjórnvalda til lífskjarasamninga metið á hundrað milljarða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:51 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021. Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021.
Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03