Skrifa undir samninginn síðdegis Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2019 12:56 Reikna má með því að þröngt verði á þingi í Borgartúninu um þrjúleytið þegar pennarnir verða mundaðir og blekinu komið á blaðið. Vísir/Vilhelm Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent