Lífið

Vilja móta eigin framtíð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Erla hefur verið formaður ungmennaráðsins í tæp tvö ár og lætur af embætti í vor. Hún útskrifaðist sem stúdent um áramótin.
Erla hefur verið formaður ungmennaráðsins í tæp tvö ár og lætur af embætti í vor. Hún útskrifaðist sem stúdent um áramótin.
Við viljum fá svör frá ungu fólki um hvað því finnst gott í aðalskipulagi sveitarfélagsins og hvað má betur fara,“ segir Erla Jónsdóttir, formaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, um aðalefni árlegs ungmennaþings sem haldið er í Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag. Hún á von á 100-150 þátttakendum. „Við erum með fólk alveg niður í 8. bekk og flestir eru undir 25 ára en þingið er opið öllum.“

Yfirskrift þingsins er „Ég vil móta mína eigin framtíð“, að sögn Erlu. „Hann Páll Líndal umhverfissálfræðingur kemur hingað austur til okkar og það verður forvitnilegt að heyra hvaða þætti hann leggur áherslu á.“

Þingið mun skiptast upp í ræður og hópavinnu, að sögn Erlu. „Við verðum með könnun í fyrramálið og þar sést svart á hvítu hvað okkur finnst. Eftir hádegi verður svolítið unnið út frá könnuninni í vinnuhópunum,“ lýsir hún. „Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um að skoðanir okkar skipta máli, það erum við sem væntanlega munum búa hér í framtíðinni. Niðurstöður af þinginu verða sendar til bæjarstjórnarinnar og síðar verður sameiginlegur fundur með henni.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×