Kean skoraði í fimmta leiknum í röð og tryggði Juventus sigur á Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kean lét mótlæti síðustu daga ekki á sig fá og skoraði í stórleiknum í dag.
Kean lét mótlæti síðustu daga ekki á sig fá og skoraði í stórleiknum í dag. vísir/getty
Moise Kean tryggði Juventus sigur á AC Milan, 2-1, í stórleik 31. umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þessi 19 ára strákur hefur skorað í síðustu fimm leikjum sínum með lands- og félagsliði. Hann byrjaði á bekknum í dag en kom inn á um miðbik seinni hálfleiks og skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka.

Með sigrinum náði Juventus 21 stigs forskoti á toppi ítölsku deildarinnar. Milan, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 4. sætinu.

Milan komst yfir á 39. mínútu þegar Krzysztof Piatek skoraði sitt 21. deildarmark í vetur.

Þegar klukkutími var liðinn fiskaði Paolo Dybala vítaspyrnu. Argentínumaðurinn fór sjálfur á punktinn og jafnaði í 1-1.

Kean skoraði svo sigurmark Juventus þegar sex mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-1, Juventus í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira