Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:03 Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones í Portúgal fyrir nokkrum árum. vísir/getty Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger. Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger.
Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira