Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:03 Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones í Portúgal fyrir nokkrum árum. vísir/getty Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger. Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. Vegna aðgerðar söngvarans, sem er orðinn 75 ára gamall, hefur bandið þurft að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð sinni. Hafa erlendir miðlar greint frá því að túrinn byrji í júlí en enn á eftir að tilkynna um nýjar dagsetningar. Jagger fór í aðgerðina í New York nú í vikunni. Í dag þakkaði hann aðdáendum fyrir stuðninginn í færslu á Twitter og sagði að sér liði miklu betur. Þá þakkaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábært starf.Thank you everyone for all your messages of support, I’m feeling much better now and on the mend - and also a huge thank you to all the hospital staff for doing a superb job. — Mick Jagger (@MickJagger) April 5, 2019Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallar um aðgerð söngvarans í færslu á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvað í henni felst: „Ein helsta fréttin í bæði popp- og hjartaskurðpressunni í dag er að rokkstjarnan fékk nýja hjartaloku í NY. Aðgerðin var svokölluð TAVI aðgerð - en þá er lífrænni loku komið fyrir í hjartanu í gegnum slagæð í náranum. Slíkar aðgerðir eru gerðar á LSH og hefði rokkgoðið því getað látið gera þetta á Klakanum.“ Þegar tilkynnt var um það fyrir tæpri viku að tónleikaferðalagi Rolling Stones hefði verið frestað var ástæðan sögð heilsa Jagger. Læknir hefði ráðlagt honum að hann gæti ekki farið á túr þar sem hann þyrfti að komast undir læknishendur. Í yfirlýsingu sem Jagger sendi þá frá sér kvaðst hann vera miður sín yfir því að bregðast aðdáendum sveitarinnar. „Ég er eyðilagður yfir því að þurfa að fresta túrnum en ég mun leggja mjög hart að mér að komast á aftur á svið eins fljótt og hægt er,“ sagði Jagger.
Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira