Erlent

Orðrómur leiddi til átaka

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Flóttafólk flýr táragas lögreglu við landamærin.
Flóttafólk flýr táragas lögreglu við landamærin. nordicphotos/AFP

Lögreglu og flóttafólki lenti saman í Grikklandi nærri landamærunum við Norður-Makedóníu. Flóttafólkið hafði safnast saman eftir að orðrómur breiddist út um að landamærin yrðu opnuð fyrir flóttafólki, að því er sagði á vef BBC.

Hundruð höfðu safnast nærri flóttamannabúðunum við bæinn Diavata vegna orðrómsins, sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Að sögn grískra fjölmiðla köstuðu flóttamenn steinum og spýtum að lögreglu en lögregla svaraði með táragasi.

Dimitris Vitsas, ráðherra innflytjendamála, sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið að það væri ekki rétt að landamærin yrðu opnuð.

Samkvæmt Reuters kom sams konar ástand upp í Tyrklandi. Þar handtóku yfirvöld nærri 1.200 flóttamenn sem höfðu safnast saman við landamærin að Grikklandi vegna sögusagna um að landamærin yrðu opnuð. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.