Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 14:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. FBL/SAJ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“ Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“
Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51