Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 14:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. FBL/SAJ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“ Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“
Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51