Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 18:27 Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti. Fréttablaðið/Anton Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00