Innlent

Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hópur íbúa í Laugardalnum hefur síðustu mánuði beitt sér fyrir því að Secret Solstice hátíðin verði ekki haldin aftur í Laugardalnum enda sé fíkniefnaneysla ungmenna og ummerki um neyslu á leikskólum og í húsagörðum óboðleg.

Til stendur að halda hátíðina í fimmta sinn í júní og er búið að tilkynna komu fjölmargra heimsþekktra listamanna.

Borgin hefur þó ekki enn undirritað samning við hátíðarhaldara og hefur formaður borgarráðs sagt að leyfi verði ekki undirritað fyrr en hátíðin geri upp tíu milljóna króna skuld við borgina. En talsmaður íbúahópsins bendir á fleiri skuldir.

„Eins og sést hefur í fréttum hafa hátíðarhaldarar vísvitandi ekki greitt verktökum, tónlistarfólki og starfsmönnum laun og á sama tíma eru gríðarlegar tekjur af þessari starfsemi. Árið 2016 var hálfur milljarður í tekjur og eitthvað eru peningarnir að fara," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Nýtt fyrirtæki tók við rekstri hátíðarinnar í haust en íbúar gefa lítið fyrir það. „Það kemur einhver einn aðili fram og segist hafa keypt þetta. Ég veit ekkert um það en það eru sömu aðilar í stjórn, þetta er sama hátíðin, sama heimasíðan, sama svæðið, sömu starfsmenn.

Ertu að segja að þetta sé bara kennitöluflakk? „Já, það lítur út fyrir það og þá veltur maður fyrir sér hvort borgin geti tekið þátt í slíku?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×