Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“ Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00