Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 11:42 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að loftslagslögum er kveðið á um að stjórnarráðið, allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins setji sér loftslagsstefnu. Fréttablaðið/Vilhelm Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir. Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir.
Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30