Betri árangur að vinna Þjóðadeildina en að komast í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 09:00 Harry Kane. Getty/Matthew Lewis Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira