Fótbolti

Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson var með Íslandi á HM 2018.
Björn Bergmann Sigurðarson var með Íslandi á HM 2018. Getty/Michael Regan
Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi.

Þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2020 og gríðarlega mikilvægir fyrir strákana okkar.

Ástæða meiðslanna er að Björn Bergmann fékk djúpan sjö sentímetra skurð í síðasta leik sínum með FCRostov.

Hann mætti til móts við landsliðið en þá kom í ljós að ekki var möguleiki að gera hann leikfæran vegna skurðarins.

Þetta er ekki fyrstu landsleikirnir sem Björn Bergmann missir af vegna meiðsla en hann gefur verið sérlega óheppinn með meiðsli á síðustu árum.

Eric Hamrén kallaði á Viðar Örn Kjartansson inn í landsliðið til að bregðast við meiðslum Björns.

Björn Bergmann á ekki heldur möguleika á því að ná Frakklandsleiknum á mánudaginn og er því á heimleið frá Spáni þar sem íslenska liðið dvelur í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Andorra á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×