Fótbolti

Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Mynd/KSÍ
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020.Viðar Örn kemur ekki inn fyrir neinn en það er ljóst að framherjar liðsins eru fáir og þá hefur Alfreð Finnbogason verið að glíma við meiðsli.Viðar er mikið í fréttunum þessa dagana því í gær fór hann á láni frá FCRostov til HammarbyIF í Svíþjóð.Viðar Örn hefur leikið 19 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim 2 mörk. Viðar var í fyrsta landsliðshópi Eric Hamrén og síðasti landsleikur hann var 6-0 tapleikurinn á móti Sviss í Þjóðadeildinni.Ísland mætir Andorra á föstudaginn og Frakklandi á mánudag, en báðir leikirnir fara fram ytra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.