Fótbolti

Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Mynd/KSÍ
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020.

Viðar Örn kemur ekki inn fyrir neinn en það er ljóst að framherjar liðsins eru fáir og þá hefur Alfreð Finnbogason verið að glíma við meiðsli.

Viðar er mikið í fréttunum þessa dagana því í gær fór hann á láni frá FCRostov til HammarbyIF í Svíþjóð.

Viðar Örn hefur leikið 19 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim 2 mörk. Viðar var í fyrsta landsliðshópi Eric Hamrén og síðasti landsleikur hann var 6-0 tapleikurinn á móti Sviss í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir Andorra á föstudaginn og Frakklandi á mánudag, en báðir leikirnir fara fram ytra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×