Fótbolti

Spilaði á móti Chelsea sólarhring eftir að dóttirin kom í heiminn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar
Arnór Ingvi Traustason varð faðir í síðasta mánuði þegar hann eignaðist dóttur. Sú litla kom í heiminn daginn áður en lið hans, Malmö, mætti Chelsea á Stamford Bridge í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

„Við vorum gengin tíu daga fram yfir og hún fæddist svo á miðvikudeginum þegar liðið ferðaðist til London til að spila við Chelsea,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við Vísi.

„Hún kom í heiminn klukkan fimm og ég fór morguninn eftir. Það var lítið sofið en ég flaug út og spilaði við Chelsea,“ sagði Arnór enn fremur en það var vitanlega ekki sjálfsagt að fara fá nýfæddri dóttur sinni og barnsmóður.

„Einhvern veginn náði maður að einbeita sér að þessu. Maður vissi allan tímann að þetta myndi ganga upp og maður trúði því. Ég náði að spila leikinn og kom svo heim til að hugsa um fjölskylduna. Allt gekk vel, móður og barni heilsast vel.“

Arnór Ingvi verður í eldínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppninni.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×