Innlent

Eyjamenn ræða skertar tekjur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum.
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum.
Fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar áætlar að beint tekjutap sveitarsjóðs vegna loðnubrests verði 145 milljónir króna. Það sé ekki talið leiða til þess að forsendur fjárhagsáætlunar bresti. Hins vegar telur bæjarráð að hagræða þurfi í rekstrinum.

Bæjarráð fjallaði einnig um áform ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. „Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna,“ bókaði bæjarráðið og tók svo fyrir næsta mál á dagskrá sem var að ákveða átta milljóna króna aukaútgjöld til að kaupa sláttuvél fyrir fótboltavelli bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×