Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 11:07 Bæjarstjórnin ætlar að láta íbúa og skólasamfélagið njóta vafans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum. Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum.
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira