Innlent

Enn fundað hjá sáttasemjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm
Enn er fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, LÍV, VLFG, VLFA og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins.

Fundurinn hófst klukkan 10 í dag og átti upphaflega að standa í klukkutíma en samkvæmt vef sáttasemjara er nú áætlað að fundurinn standi til klukkan 17.

Fjölmiðlum var leyft að mynda við upphaf fundar í morgun en um 20 mínútum eftir að fundur hófst var fjölmiðlum vísað út úr húsinu þar sem breytt fyrirkomulag yrði á fundinum.

Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað.


Tengdar fréttir

Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara

Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun.

Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti

Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×