Fótbolti

Stuttur og laggóður fundur Hamrén og Arons í Andorra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar
Erik Hamrén og Aron Einar eru klárir í slaginn.
Erik Hamrén og Aron Einar eru klárir í slaginn. Vísir/E. Stefán
Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins sem hefst á þjóðarleikvanginum í Andorra klukkan 16.30. Beina textalýsingu má sjá lesa hér fyrir neðan.

Leikur Íslands gegn Andorra fer fram annað kvöld og er fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2020. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamren og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.

Fundurinn var stuttur og laggóður að þessu sinni þar sem að Hamrén talaði um að alvöru fótbolti væri ekki spilaður á gervigrasi en að allir væru klárir í slaginn fyrir þennan mikilvæga leik.

Aron Einar sagðist ekki ætla að tala um peninga í tengslum við vistaskipti sín til Al Arabi en er klár í gervigrasið í Andorra ef hann verður valinn í burjunarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×