Einstök staða á almenna vinnumarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31