Freyja sigraði í Landsrétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:55 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar,til vinstri flutti málið fyrir Landsrétti og fluttu hún og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður,til hægri, málið fyrir héraðsdómi. Freyja Haraldsdóttir getur sótt um að fá að taka barn í fóstur á ný. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni. Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni.
Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
"Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30
Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11