Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Jónas Torfason skrifar 7. júní 2018 06:00 Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. Vísir/Freyja Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent