Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Verkföll tvö þúsund starfsmanna á rútum og hótelum hafa nú staðið í átján klukkustundir án verulegra raskana í ferðaþjónustu. Stjórnarmaður í Eflingu segir að verkfall rútubílstjóra hafi ekki haft tilætluð áhrif en hóteleigendur sitji þó uppi með mikið fjárhagslegt tjón. Grunur er um að verkfallsbrot hafi verið framin.

Við fjöllum ítarlega um verkfallsaðgerðir dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá fylgjumst við með nemendum í Hagaskóla sem afhentu formanni kærunefndar útlendingamála og dómsmálaráðherra stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun skólasystur þeirra. Lögmaður fjölskyldu stúlkunnar hefur farið fram á endurupptöku málsins.

Við kynnum okkur einnig nýtt fiskvinnsluhús á Grundarfirði og fylgjumst með sprengingu sementsstrompsins á Akranesi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×