Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Veruleg óvissa er um hagþróun næstu missera samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag en nánar verður fjallað um fjármálaáætlun í kvöldfréttum stöðvar 2 á eftir.

Þá verður í fréttatímanum einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar en hún segist telja að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Skipasmíðastöðin í Póllandi, sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina.

Einnig fjöllum við um aðstæður við Kirkjufell við Grundarfjörð en þar skapast iðulega hættuástand við þjóðveginn en Kirkjufell hefur notið aukinna vinsælda meðal ferðamanna undanfarin misseri. Þá segjum við frá mótmælum sem fram fóru í London og París í dag og sjáum hvaða myndir voru valdar fréttamyndir ársins 2018, en verðlaun fyrir bestu myndirnar voru veitt í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30. En fleira er ekki í fréttum að sinni en þangað til minnum við á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×