Biðst afsökunar á umdeildum ummælum um ásakendur Michael Jackson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 08:14 Barbra Streisand. Getty/Kevin Winter Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur beðist afsökunar á umdeildum ummælum sem hún lét falla um Wade Robson og James Safechuck í viðtali við breska blaðið The Times í síðustu viku. Robson og Safechuck stigu fram í heimildarmynd um Jackson þar sem þeir sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Röktu þeir brotin í miklum smáatriðum. Í viðtalinu var Streisand spurð um þetta mál, í ljósi þess að hún þekkti Jackson. Vöktu ummæli hennar talsverða athygli og nokkurra fordæmingu á samfélagsmiðlum en Streisand virtist gera lítið reynslu Safechuck og Robson með því að gefa í skyn að reynsla þeirra af Jackson hefði ekki haft teljandi áhrif á líf þeirra, þeir hefðu jú gifst og eignast börn. „Þannig að þetta drap þá ekki,“ var meðal þess sem Streisand sagði í viðtalinu.Í gær gaf Streisand út afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna og á Instagram sagðist hún ekki hafa valið orð sín nægjanlega gaumgæfilega. View this post on InstagramA post shared by Barbra Streisand (@barbrastreisand) on Mar 23, 2019 at 1:57pm PDT „Ég biðst innilegrar afsökunar ef ég hef valdið sársauka og misskilningi með því að velja orð mín um Michael Jackson og fórnarlömb hans ekki nægjanlega gaumgæfilega vegna þess að orðin sem voru birt endurspegla ekki það sem mér finnst,“ skrifaði Streisand. „Ég ætlaði mér ekki að gera lítið úr því áfalli sem þessir drengir urðu fyrir á neinn hátt. Líkt og öll fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þurfa þeir að lifa með því til æviloka. Ég sé mjög eftir þessu og vona að James og Wade viti að ég virði þá og dáist að þeim fyrir að segja sannleikann,“ skrifaði Streisand. Þá gaf hún einnig út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á vef Variety þar sem meðal annars segir að undir engum kringumstæðum sé það réttlætanlegt að nýta sér sakleysi barna til þess að misnota þau. Bandaríkin Tengdar fréttir Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur beðist afsökunar á umdeildum ummælum sem hún lét falla um Wade Robson og James Safechuck í viðtali við breska blaðið The Times í síðustu viku. Robson og Safechuck stigu fram í heimildarmynd um Jackson þar sem þeir sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Röktu þeir brotin í miklum smáatriðum. Í viðtalinu var Streisand spurð um þetta mál, í ljósi þess að hún þekkti Jackson. Vöktu ummæli hennar talsverða athygli og nokkurra fordæmingu á samfélagsmiðlum en Streisand virtist gera lítið reynslu Safechuck og Robson með því að gefa í skyn að reynsla þeirra af Jackson hefði ekki haft teljandi áhrif á líf þeirra, þeir hefðu jú gifst og eignast börn. „Þannig að þetta drap þá ekki,“ var meðal þess sem Streisand sagði í viðtalinu.Í gær gaf Streisand út afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna og á Instagram sagðist hún ekki hafa valið orð sín nægjanlega gaumgæfilega. View this post on InstagramA post shared by Barbra Streisand (@barbrastreisand) on Mar 23, 2019 at 1:57pm PDT „Ég biðst innilegrar afsökunar ef ég hef valdið sársauka og misskilningi með því að velja orð mín um Michael Jackson og fórnarlömb hans ekki nægjanlega gaumgæfilega vegna þess að orðin sem voru birt endurspegla ekki það sem mér finnst,“ skrifaði Streisand. „Ég ætlaði mér ekki að gera lítið úr því áfalli sem þessir drengir urðu fyrir á neinn hátt. Líkt og öll fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þurfa þeir að lifa með því til æviloka. Ég sé mjög eftir þessu og vona að James og Wade viti að ég virði þá og dáist að þeim fyrir að segja sannleikann,“ skrifaði Streisand. Þá gaf hún einnig út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á vef Variety þar sem meðal annars segir að undir engum kringumstæðum sé það réttlætanlegt að nýta sér sakleysi barna til þess að misnota þau.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26