Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um hugsanlega aðkomu að rekstri WOW air. Stjórnvöld hafa fundað um málið í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjallað verður um stöðuna á íslenskum flugmarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Boga Níls Bogason, forstjóra Icelandair.

Þá verður rætt við formann BSRB um stöðuna í kjaraviðræðum og um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir aðhaldi hjá hinu opinbera þegar kemur að launakostnaði og opinberum innkaupum. Við ræðum einnig við eftirlifanda Helfararinnar sem staddur var hér á landi. En hann segir mikilvægt að rifja reglulega upp söguna til að tryggja að hún endurtaki sig ekki. Hann segir viðvörunarljós blikka víða í heiminum í dag.

Við heyrum einnig nýjustu fréttir af skemmtiferðaskipinu sem lenti í ógöngum við Noregsstrendur, segjum frá mannúðarverkefnum í Malaví og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×