Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nær allt flug WOW air er á áætlun þessa stundina þrátt fyrir mikla óvissu um framtíð félagsins. Stjórnvöld þvertóku fyrir það í dag að verja opinberu fé til að halda félaginu gangandi en á meðan rær Skúli Mogensen eigandi Wow air lífróður til að reyna að bjarga því frá gjaldþroti. Fjallað verður um framvinduna vegna rekstrarörðugleika WOW air í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2.

Kjaraviðræður halda áfram á morgun hjá stærstu verkalýðsfélögunum hjá ríkissáttasemjara á morgun og kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur selt tæplega 54 prósenta eignarhlut sinn í HS Orku til fjárfestingasjóðs í stýringu hjá Macquarie Infrastructure and Real Assets.

Þá fjöllum við um rannsóknarskýrslu Roberts Muller um meinta aðkomu Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum, flytjum nýjustu fréttir af Brexit og síðast en ekki síst hittum við silkibónda á Snæfellsnesi sem framleiðir silki úr ormum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×