Litlu strákarnir okkar tryggðu sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:50 Strákarnir gerðu mjög flotta hluti í Þýskalandi. Mynd/KSÍ Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja íslenska sautján ára landsliðsins í dag þegar drengjalandsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í sumar. Íslenska liðið vann 4-1 sigur á Hvíta-Rússlandi og Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum. Seinni tvö mörkin gerðu þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson. Fyrra markið skoraði Ísak Bergmann eftir stoðsendingu frá Danijel Dejan Djuric á 13. mínútu en seinna markið hans Ísaks kom á 49. mínútu eftir stoðsendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Andri Lucas Guðjohnsen, skoraði þrennu í jafntefli á móti Þýskalandi, og hann nánast innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 73. mínútu. Íslenska liðið spilaði manni fleiri síðustu átján mínútur leiksins. Fjórða markið skoraði Andri Fannar Baldursson úr vítaspyrnu á 86. mínútu en Andri Lucas Guðjohnsen fiskaði vítið. Hvít-Rússar minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Ísak Bergmann Jóhannesson er Skagamaður sem er nýkominn til sænska félagsins Norrköping en hann er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Áður höfðu strákarnir gert 3-3 jafntefli við Þýskaland og unnið 2-1 sigur á Slóveníu. Íslenska liðið náði því í sjö stig af níu mögulegum í milliriðlinum og vann þar með riðilinn. Efsta liðið komst beint inn á EM en Þjóðverjar urðu í öðru sæti þrátt fyrir að vera á heimavelli. Sjö af átta liðum í öðru sæti fá líka farseðil á EM. Þjálfari íslenska liðsins er Davíð Snorri Jónasson og aðstoðarmenn eru Þorvaldur Örlygsson og Fjalar Þorgeirsson. Úrslitakeppnin fer fram á Írlandi frá 3. til 19. maí í voru. Sextán liðum verður þá skipt niður í fjóra riðla. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland á lið í úrslitakeppni EM fyrir landslið 17 ára og yngri en síðast var Ísland með í lokakeppninni sumarið 2012.Lið Íslands í leiknum í dag: Ólafur Kristófer Helgason (markvörður) Róbert Orri Þorkelsson (86., Ólafur Guðmundsson) Oliver Stefánsson (fyrirliði) Jón Gísli Eyland Gíslason Valgeir Valgeirsson Ísak Bergmann Jóhannesson (87., Elmar Þór Jónsson) Andri Lucas Guðjohnsen (87., Eyþór Aron Wöhler) Davíð Snær Jóhannsson (80., Hákon Arnar Haraldsson) Andri Fannar Baldursson Orri Hrafn Kjartansson Danijel Dejan Djuric (67., Mikael Egill Ellertsson)Ónotaðir varamenn: Baldur Hannes Stefánsson Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja íslenska sautján ára landsliðsins í dag þegar drengjalandsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í sumar. Íslenska liðið vann 4-1 sigur á Hvíta-Rússlandi og Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum. Seinni tvö mörkin gerðu þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson. Fyrra markið skoraði Ísak Bergmann eftir stoðsendingu frá Danijel Dejan Djuric á 13. mínútu en seinna markið hans Ísaks kom á 49. mínútu eftir stoðsendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Andri Lucas Guðjohnsen, skoraði þrennu í jafntefli á móti Þýskalandi, og hann nánast innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 73. mínútu. Íslenska liðið spilaði manni fleiri síðustu átján mínútur leiksins. Fjórða markið skoraði Andri Fannar Baldursson úr vítaspyrnu á 86. mínútu en Andri Lucas Guðjohnsen fiskaði vítið. Hvít-Rússar minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Ísak Bergmann Jóhannesson er Skagamaður sem er nýkominn til sænska félagsins Norrköping en hann er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Áður höfðu strákarnir gert 3-3 jafntefli við Þýskaland og unnið 2-1 sigur á Slóveníu. Íslenska liðið náði því í sjö stig af níu mögulegum í milliriðlinum og vann þar með riðilinn. Efsta liðið komst beint inn á EM en Þjóðverjar urðu í öðru sæti þrátt fyrir að vera á heimavelli. Sjö af átta liðum í öðru sæti fá líka farseðil á EM. Þjálfari íslenska liðsins er Davíð Snorri Jónasson og aðstoðarmenn eru Þorvaldur Örlygsson og Fjalar Þorgeirsson. Úrslitakeppnin fer fram á Írlandi frá 3. til 19. maí í voru. Sextán liðum verður þá skipt niður í fjóra riðla. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland á lið í úrslitakeppni EM fyrir landslið 17 ára og yngri en síðast var Ísland með í lokakeppninni sumarið 2012.Lið Íslands í leiknum í dag: Ólafur Kristófer Helgason (markvörður) Róbert Orri Þorkelsson (86., Ólafur Guðmundsson) Oliver Stefánsson (fyrirliði) Jón Gísli Eyland Gíslason Valgeir Valgeirsson Ísak Bergmann Jóhannesson (87., Elmar Þór Jónsson) Andri Lucas Guðjohnsen (87., Eyþór Aron Wöhler) Davíð Snær Jóhannsson (80., Hákon Arnar Haraldsson) Andri Fannar Baldursson Orri Hrafn Kjartansson Danijel Dejan Djuric (67., Mikael Egill Ellertsson)Ónotaðir varamenn: Baldur Hannes Stefánsson Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn