Innlent

Yrði eins og hver annar aflabrestur

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW air fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess.

Ýmsir hafa teiknað upp dökkar sviðsmyndir í efnahagslífinu takist ekki að bjarga WOW air. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands tekur ekki svo djúpt í árina. Áhrif á fjármálakerfið yrðu til dæmis afar lítil.

„Skuldbindingar fyrirtækisins í íslenskum fjármálafyrirtækjum eru afar lítil svo að fyrsta kastið hefði fall fyrirtækisins afar lítil áhrif,“ segir Harpa. 

Þá segir hún að áhrif á efnahagslífið yrðu minni en svartsýnustu raddir hafa haldið fram.

„Ef það dregur úr ferðamannastraumnum þá minnka náttúrulega útflutningstekjur þjóðarinnar en þetta yrði ekki meiri búhnykkur en hver annar aflabrestur og við höfum oft farið í gegnum það,“ segir Harpa.

Hún telur að markaðurinn verði fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum gangi dæmið ekki upp hjá WOW. [

„Þeir sem fljúga til og frá landinu núna munu pikka upp það sem er arðsamt, það eru einfaldlega markaðslögmál,“ segir Harpa. 

Hún segir hins vegar að ef WOW air haldi flugi muni það hafa ótvírætt hafa jákvæð áhrif. 

„Það væri afskaplega jákvætt ef við fáum ekki þetta áfall yfir okkur núna það yrði afskaplega jákvætt,“ segir Harpa að lokum. 


Tengdar fréttir

Skúli bjartsýnn á framhaldið

Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×