Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 21:10 Yale er mjög eftirsóttur skóli en aðeins 6,7% umsækjenda fá inngöngu. Vísir/Getty Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins. Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37
Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42