Kveisustingur en ekki frostlögur sem fór illa í hundinn Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 11:22 Þetta er Neró, tveggja ára gamall Labrador-hundur, sömu tegundar og sá hundur sem veiktist illa eftir gönguferð við golfvöllinn á Hvaleyrarholti. visir/vilhelm „Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting. Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
„Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting.
Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33