Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:16 Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00