WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 09:42 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira