Fótbolti

Rúnar Már meiddist á móti Frakklandi og verður frá í mánuð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson spilar ekki fótbolta næsta mánuðinn.
Rúnar Már Sigurjónsson spilar ekki fótbolta næsta mánuðinn. vísir/getty

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands gegn Frakklandi á Stade de France í París á mánudagskvöldið.

Rúnar var í byrjunarliðinu en fór af velli á 57. mínútu fyrir Arnór Ingva Traustason. Skagfirðingurinn er með rifu í kálfavöðva og verður frá næsta mánuðinn en þetta kemur fram á heimasíðu Grasshopper.

Grasshopper má varla við því að missa Rúnar úr liðinu en það er á botninum í svissnesku úrvalsdeildinni með 18 stig eftir 24 leiki og er átta stigum frá öruggu sæti. Þá er það fjórum stigum frá umspilssæti.

Rúnar gæti misst af sex næstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en nær samt lokasprettinum í maí.

Þá ætti miðjumaðurinn öflugi að vera löngu orðinn klár ef allt gengur upp fyrir landsleikina mikilvægu í júní á móti Albaníu og Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.